21.03.1935
Efri deild: 31. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 576 í B-deild Alþingistíðinda. (808)

42. mál, póstlög

Magnús Guðmundsson:

Mér finnst hæstv . fjmrh. vera nokkuð nákvæmur að því er fjárl. snertir, ef hann heldur, að þessi upphæð hafi mikil að segja, sem hann áætlar 20000 kr. á ári. Ég vil minna á, að nú þegar er liðið nokkuð af þessu ári, og þessi l. koma því ekki í gildi fyrr en einhverntíma í sumar. Þar af leiðir, að þessi upphæð helmingast á þessu ári. Ég held líka, að fjárl. séu ekki svo hárnákvæm, að upphæðir eins og þessi hafi þýðingu. En ég get huggað hæstv. ráðh. með því, að allshn. kom sér í morgun saman um till., sem aflar ríkissjóði tekna, sem mun vega upp á móti þessu tekjutapi. Hann getur því verið öruggur um fjárhag landsins, þó að þessi till. verði samþ.