02.03.1935
Neðri deild: 18. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 587 í B-deild Alþingistíðinda. (846)

10. mál, jarðræktarlög

Forsrh. (Hermann Jónasson) [óyfirl.]:

Við 2. umr. málsins kom fram sú fyrirspurn, hvaða afstöðu ríkisstj. hefði tekið til þessa máls. Enda þótt ég hafi áður látið þess getið, hvað stj. hefir gert í þessu máli, vil ég þó endurtaka það. Ríkisstj. hefir gert samkomulagstilraunir um verkaskiptingu milli ríkisstj. annarsvegar og Búnaðarfél. hinsvegar; og þær samkomulagsumleitanir eru á góðum vegi. En afdrif málsins velta á þeim samkomulagstilraunum. Þess vegna get ég mælt með því, að þetta frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir í þessari hv. d. og verði látið ganga til hv. Ed., en það veltur allt á því, hvernig þessum samkomulagsumleitunum reiðir af, hvort ég get mælt með því, að frv. komist í gegn. Þannig er afstaða mín til þessa máls.