27.03.1935
Efri deild: 36. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 593 í B-deild Alþingistíðinda. (873)

88. mál, meðferð, verkun og útflutningur á sjávarafurðum

Frsm. (Jón Auðunn Jónsson):

Ég hefi í raun og veru ekki neinu að bæta við það, sem segir í nál. sjútvn. á þskj. 284.

Það er að öllu leyti heppilegra, að ákvæði um merkingu, umbúðir og mat á sjávarafurðum séu reglugerðarákvæði heldur en að setja l. um það í hverju einstöku tilfelli, og kemur það í veg fyrir, að gefa þurfi út bráðabirgðalög um þetta. Hinsvegar er það svo sjálfsagt, að settar séu reglur um þetta, að þess má vænta að ríkisstj. gefi út á hverjum tíma reglugerð um þetta, en þeim þarf oft að breyta, sérstaklega ef teknar verða upp nýjar verkunaraðferðir, og er því heppilegra að hafa þetta sem reglugerðarákvæði.