13.03.1935
Neðri deild: 27. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 608 í B-deild Alþingistíðinda. (898)

86. mál, sala og meðferð íslenskra afurða

Héðinn Valdimarsson [óyfirl.]:

Reynslan mun sýna það, hvort heppilegra er að kanna nýjar brautir eða halda sér við leið þessara miklu manna. Þeir hafa aðeins beitt einni verzlunaraðferð og því haft svo einhæfun markað, ekkert hefir mátt út af bera, eins og reynslan hefir nú sýnt. Hv. þm. G.-K. segist sjálfur hafa bent á harðfisksverkuninni. En hvers vegna hefir hann þá ekki reynt hana? Það er ekki rétt, að harðfiskur sé í lægra verði en saltfiskur. Norðmenn herða eftir því sem fiskast.

Það er rangt, að það hafi verið hv. þm. Vestm., sem útvegaði markaðinn í Þýzkalandi, heldur var það sænska frystihúsið í samvinnu við utanríkismálaráðuneytið danska, þótt hv. þm. Vestm. skrifaði um þetta mál.

Hv. þm. G.-K. var að tala um, að fiskkaupmenn hefðu selt mikinn fisk án þess að hafa nokkra milljón á bak við sig. En sannleikurinn er sá, að fisksölufirmun hafa haft milljónir ríkisfjár í veltu, og hefði þeim verið eins vel varið til markaðsleita og í fiskkaupmennina sjálfa.