30.03.1935
Efri deild: 38. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 658 í B-deild Alþingistíðinda. (950)

86. mál, sala og meðferð íslenskra afurða

Forsrh. (Hermann Jónasson) [óyfirl.]:

Ég verð að segja, að það er hastarlegt að þurfa að deila út af öðru eins atriði og þessu. Svo ljóst liggur málið fyrir, að það getur ekki verið ljósara. Ég veit ekki, hvort hv. þm. er að gera að gamni sínu, eða hann skilur ekki málið. Þegar hv. þm. kom fyrst fram með aðfinnslur sínar, þá fann hann að því, að ég hefði veitt Korpúlfsstöðum leyfi til að framleiða kaldhreinsaða mjólk. Þetta snerist deilan um. Nú les hv. þm. bréf, sem sýnir, að ég hefi veitt Korpúlfsstöðum eins og öðrum búum í nágrenninu leyfi til að framleiða kaldhreinsaða mjólk. Það er auðséð, að þm. blandar hér tvennu saman, svo að ég verð ennþá að endurtaka það sama: Þegar bráðabirgðalögin gengu í gildi í haust, framlengdi ég þau réttindi, sem fyrrv. landbrh. hafði veitt Korpúlfsstöðum til þess að framleiða gerilsneydda og kaldhreinsaða mjólk. Síðan, þegar farið var að framkvæma lögin 15. jan., var Korpúlfsstaðabúinu skrifað bréf til að láta það fá rétt til að gerilsneyða mjólk samkv. I., sem þá gengu í gildi. Hv. þm. heldur nú fram allt öðru en fyrir nokkrum dögum síðan. Bréfið, sem hann las, staðfestir einmitt það, sem ég segi.