30.03.1935
Efri deild: 38. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 658 í B-deild Alþingistíðinda. (951)

86. mál, sala og meðferð íslenskra afurða

Magnús Guðmundsson:

Það er ekki til neins að deila við mann, sem fer að eins og hæstv. forsrh., því að hann segir, að ég hafi sagt allt annað en það, sem ég sagði. Ég má bezt vita sjálfur, hvað ég meinti og sagði.

Ég talaði um þessi tvö bréf, sem hér liggja fyrir, ég mundi eftir þeim báðum, svo að hæstv. ráðh. þarf ekki að segja, að ég hafi meint bréf, sem hann gaf út í sept. Ég skora á hæstv. ráðh. að láta mig fá það bréf. Mér þætti gaman að sjá það.

Ég var að tala um framkvæmdina hjá hæstv. ráðh., sem er þannig, að þegar samsalan tekur til starfa, veitir hann Korpúlfsstöðum leyfi til þess að framleiða gerilsneydda mjólk, skyr og rjóma, en tekur þetta leyfi svo aftur eftir mánuð, að óbreyttri löggjöf og kringumstæðum. Það var þetta, sem ég var að vita.