25.03.1935
Neðri deild: 37. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2413 í B-deild Alþingistíðinda. (97)

Afgreiðsla þingmála

Magnús Torfason:

Það hafa nú verið til meðferðar hér í hv. d. ýms mál, þar sem bæjum er veittur margskonar skattaálagningarréttur til viðbótar við þann verzlunarskatt, sem þeir taka af sveitunum.

Ég hafði borið hér fram frv. um það, að rétta sveitunum einhverja hjálparhönd í þessu efni, sem ekki hefir verið talin vanþörf á, en það bólar ekki enn á, að því frv. hafi verið sinnt að nokkru, og þó var þetta mál fyrir síðasta þingi. Vil ég nú leyfa mér að beina þeirri ósk til hæstv. forseta að pikka nú í fjhn. og biðja hana að sýna þessu máli þó þá virðingu, að láta sjást, hvernig hún lítur á það.