02.05.1936
Efri deild: 61. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 728 í B-deild Alþingistíðinda. (1061)

8. mál, fóðurtryggingarsjóðir

*Þorsteinn Briem:

Ég vil að nokkru taka undir það, sem síðasti hv. ræðumaður sagði, að frv. væri andkannalegt, eftir að 9. gr. var felld úr því. En gr. var þannig gerð, að ekki var hægt að greiða atkv. með henni eins og hún var orðuð, og lét ég því vera að greiða atkv., en bjóst við, að hv. landbn. prjónaði eitthvað upp í staðinn. Mér þykir nauðsyn til bera, að hv. landbn. komi með till., sem bætir úr því, sem vantar, einkum því, sem hv. l. þm. N.-M. tók fram, um rannsókn á fóðurbirgðum í tæka tíð. Virtist mér hv. 7. þm. N.-M. óbeint mælast til, að málinu yrði frestað, í von um, að hv. landbn. tæki þetta atriði til nýrrar yfirvegunar, og vil ég fyrir mitt leyti styðja það mál.