24.03.1936
Neðri deild: 32. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 770 í B-deild Alþingistíðinda. (1105)

63. mál, sveitarstjórnarkosningar

Frsm. (Thor Thors):

Ég vil aðeins leyfa mér að vekja athygli hv. d. á því, að hv. þm. V.Húnv. flutti nú einhverja þá strákslegustu, sorpkenndustu og ósvífnustu ræðu, sem flutt hefir verið hér á þingi. (GSv: Og er þá langt til jafnað). Já, og er þá langt til jafnað. Ef merkur maður hefði viðhaft þessi orð, þá hefði ég reiðzt, en af því að það var þessi stubbur, sem flutti hana, þá læt ég þetta inn um annað eyrað og út um hitt.

Það er aðeins tvennt, sem ég óska eftir og skora á hv. þm. að endurtaka utan þinghelgi; það eru ummæli hans um, að ég hafi svikizt aftan að fyrrv. þm. Snæf., og dylgjur hans um, að ég hafi haft óleyfilegar fjárreiður í sambandi við síðustu kosningar.