15.04.1936
Neðri deild: 49. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 779 í B-deild Alþingistíðinda. (1127)

63. mál, sveitarstjórnarkosningar

Forseti (JörB):

Mér hefir borizt svo hljóðandi skrifl. brtt. frá hv. 2. þm. N.-M.:

„Við 4. lið. Á eftir orðunum „kjörseðilinn nöfn“ komi: föðurnöfn og heimilisfang“.

Till. er skrifl. og auk þess of seint fram borin, svo að veita verður tvenn afbrigði frá þingsköpum til þess að hana megi taka til meðferðar á fundinum.