05.05.1936
Efri deild: 65. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 790 í B-deild Alþingistíðinda. (1158)

63. mál, sveitarstjórnarkosningar

*Þorsteinn Briem:

Hv. síðasti ræðumaður lýsti yfir því, að hann gæti ekki fylgt 1. brtt. á þskj. 525, og kom mér það ekki á óvart, því hann hafði lýst því yfir í n., að hann væri í vafa um þá till., en mér skildist, að fyrir honum vekti sérstök afstaða. Eins og hv. þdm. hafa tekið eftir, er í 26. gr. gert ráð fyrir, að kosning varamanna fari ekki fram fyrr en kosningu aðalmanna er lokið, og má þá vænta þess, að svo margir verði farnir af fundi, að sú kosning lendi í ólestri, og það er ekki laust við, að ég gruni þennan hv. þm. nokkuð um græsku í þessu efni. Ég er ekki viss um, nema svo kunni að vera, að hann vilji halda þessu ákvæði um kosningu varamanna einmitt til þess, að kosningin lendi í handaskolum og leiði til þess, að upp verði teknar hlutbundnar kosningar, og þetta skýrist að nokkru leyti við afstöðu hans til till. minnar um að hækka hlutfallstölu þeirra kjósenda, sem yrðu að krefjast hlutbundinna kosninga. Hann lýsti sig mótfallinn því af þrengja leiðina, svo að fleiri þyrfti til að heimta hlutbundnar kosningar heldur en nú er. Hann dró í efa, að það fyndist meiri hl. í sveitum, sem væri mótfallinn hlutbundnum kosningum, en þrátt fyrir það verð ég að halda því fast fram, og menn eru í mörgum sveitum mótfallnir því, að pólitískar flokkadeilur og æsingar séu dregnar inn í sveiturstjórnarmál, en til þess eru miklu meiri líkur, ef hlutbundnar kosningar eru viðhafður. Ég hefi miðað þessa till., að krafan skuli koma frá kjósenda, við það, að ef 5 menn eiga sæti í hreppsnefnd, þá hefir þessi 1/5 möguleika til þess að koma að einum manni. Hinsvegar á það sér stað í sumum hreppum, að hreppsnefndarmenn eru færri.

Hv. frsm. talaði um, að hending ein gæti ráðið kosningum, þegar þær væru óhlutbundnar, en það er svo við allar kosningar, að hending getur ráðið úrslitum. Hvað því viðvíkur, að hv. Nd. hefir samþ., að ekki þyrfti nema 1/10 kjósenda til að krefjast hlutbundinna kosninga, þá verð ég að líta svo á, að þrátt fyrir alla virðingu fyrir þeirri hv. d., sé þessari hv. d. leyfilegt að hafa sínar skoðanir um þessi mál sem önnur.

Ég tók svo eftir, að hv. þm. væri að tala um sem almenna reglu að viðhafa hlutbundnar kosningar og hafa varamenn. En ekki er það nema að nokkru leyti. T. d. er svo um þm., að flestir þeirra eru kosnir án hlutfallskosninga, og er þar ekki gert ráð fyrir varamönnum. Og þar sem það er ekki við þingkosningar, sé ég ekki heldur ástæðu til að hafa það í hreppunum.