17.04.1936
Neðri deild: 50. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 806 í B-deild Alþingistíðinda. (1201)

64. mál, ólöglegar fiskveiðar

*Frsm. (Héðinn Valdimarsson):

Ég man að vísu eftir því, að það var eitthvað minnzt á þetta í n., en það er venjulega svo með þennan hv. þm., að ef mál hefir komið frá allshn., sem hann hefir ekki verið ánægður með, þá hefir hann tekið það upp, sem talað hefir verið um málið í n. Ég man eftir því, að það þótti leika vafi á sumum atriðum frv., en ég var þeirrar skoðunar, að menn hefðu nógan tíma til að átta sig á þessu, og þar sem 5 dagar eru nú liðnir síðan, hefðu menn átt að geta náð tali af landssímastjóra, ef þeir hefðu kært sig um.