28.03.1936
Neðri deild: 36. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 841 í B-deild Alþingistíðinda. (1235)

92. mál, forgangsréttur til embætta

*Sigurður Einarsson:

Ég gæti raunar fallið frá orðinu, en ég vildi aðeins benda á það að það er óalgengt, að íslenzkir menn, sem tekið hafa háskólapróf við aðra háskóla en hér, við skulum segja guðfræðingur frá Hafnarháskóla, þurfi að fá sérstaka heimild í hvert sinn og þeir þyrftu á að halda. En þessi heimild er alltaf veitt, og þetta mun verða „praktiserað“ á sama hátt og hefir verið gert í mörgum tilfellum með guðfræðinga og lögfræðinga frá öðrum háskólum.