06.05.1936
Neðri deild: 64. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 869 í B-deild Alþingistíðinda. (1290)

12. mál, meðferð einkamála í héraði

*Frsm. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Hv. Ed. hefir gert breyt. á þessu frv. frá því, sem það var, þegar það fór frá þessari hv. d., og tel ég, að nokkrar þeirra séu til bóta, en sumar þess eðlis, að ég tel þær vafasamar, en álít samt, þar sem svo er orðið áliðið þings sem nú er, að ekki sé rétt að hrófla við málinu og reka það á milli d., svo að ég hefi ekki séð ástæðu til þess að bera, fram brtt. Hinsvegar hefir hér komið fram brtt frá hv. þm. Mýr. og hv. 2. þm. Árn. En ég ætla, að sú brtt. sé byggð á misskilningi. Eftir urðum hv. þm. mátti skilja það svo, að hann teldi, að samkv. frv. væri engum heimilt að flytja mál í annars nafni öðrum en lögfræðingi, hvar sem væri á landinu. En í 55. gr. eru þessi ákvæði þannig, með leyfi hæstv. forseta: „Ef mál er rekið fyrir dómi í Reykjavík og aðili fer ekki sjálfur með mál sitt, eða lögmæltur fyrirsvari eða venzlamaður samkv. áðursögðu, skal hann fela meðferð þess löggiltum málflutningsmanni, og tekur þetta einnig til skipta-, fógeta- og uppboðsgerða eftir ákvörðun dómara, ef sækja þarf þar mál eða verja með líkum hætti og fyrir venjulegum dómi. Í Reykjavík má maður ekki annars flytja mál annars manns í hans eða sjálfs sín nafni, nema hann standi í áðurnefndu sambandi við aðilja eða sé löggiltur málflutningsmaður. Dómsmrh. getur, að fengnum tillögum héraðsdómara, ákveðið, að fyrirmæli þessarar málsgreinar um málflytjendur í Reykjavík skuli og taka til annara kaupstaða, þar sem enginn hörgull er löggiltra málflutningsmanna.“

Með öðrum orðum, skyldan til þess að láta lögfræðinga fara með málin gildir aðeins hér í Reykjavík, en að sjálfsögðu er mönnum sjálfum heimilt að fara með mál sín, og þeim stofnunum, sem hafa löglærða menn í þjónustu sinni, er heimilt að láta þá fara með mál fyrir sig. Nú er það svo, að hér í Reykjavík er mikið til af lögfræðingum, og ég hygg, að það sé enginn ágreiningur um, að það sé heppilegra að láta lög lærða menn fara með málin, og það eru mörg dæmi þess, að ólöglærðir menn hafa farið svo með mál, að það hefir verið til stórtjóns fyrir umbjóðendur þeirra. Ég legg eindregið á móti þessari brtt.; ég tel hana ekki eingöngu óþrarfa, heldur beinlínis óréttmæta.

Við erum nýbúnir að samþ. hér forréttindi norrænufræðinga frá Háskóla Íslands um kennslu í norrænum fræðum, og sætti það engum mótmælum, og það samhliða því, að hér er nægur kostur á löglærðum mönnum til að láta fara með málin, finnst mér, að sé næg sönnun fyrir því, að það eigi að fella brtt. á þskj. 533.