27.04.1936
Neðri deild: 57. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 878 í B-deild Alþingistíðinda. (1301)

127. mál, Landsbanki Íslands

*Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Hér er eingöngu uað ræða um framlengingu á rétti þeim, sem Landsbanki Íslands hefir haft um að telja ekki með erlendum lánum lánið 1927, þegar talin er fram gulltrygging bankans. Þar sem þessi réttur hefir gilt og verið framlengdur alllangan tíma, virðist rétt að framlengja hann enn, enda virðist landsbankinn ekki geta fullnægt ákvæðum landsbankalaganna, og þau hafa raunar aldrei komið til fulls í framkvæmd.