27.02.1936
Neðri deild: 10. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 880 í B-deild Alþingistíðinda. (1334)

40. mál, brúargerðir

Frsm. (Finnur Jónsson):

Fyrir síðasta Alþingi lágu nokkrar breyt. á l. um brúargerðir, og frv. það, sem hér liggur fyrir, er samhlj. þeim brtt., sem samgmn. lagði þá til, að samþ. yrðu. Til viðbótar við þetta frv., sem her liggur fyrir, hafa komið nokkrar brtt. Á ég þar við frv. til l. um sama efni á þskj. 31, frá hv. 9. landsk., sem n. að nokkru leyti hefir tekið til greina með því að taka 1. gr. þess frv. upp í þessar breyt. sínar. — Viðvíkjandi 2. gr. þessa sama frv. skal ég taka það fram, að það mál er ekki nægilega rannsakað, og hefir n. ákveðið að óska eftir því við vegamálastjóra, að hann láti rannsaka brúarstæði á þeim 3 vatnsföllum, sem þar er getið um.

Þá hafa komið fram nokkrar brtt. frá hv. þm. Snæf. á þskj. 66. Þær eru allvíðtækar, og hefir n. ekki unnizt tími til þess að athuga þær, en hún mun að sjálfsögðu gera það á milli umr.

Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um þetta mál og óska þess, að því verði vísað til 2. umr. að þessari umr. lokinni.