07.05.1936
Sameinað þing: 19. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 299 í B-deild Alþingistíðinda. (135)

1. mál, fjárlög 1937

*Emil Jónsson:

Ég hefi flutt hér eina brtt. á þskj. 547,XX, sem mig langar til að fara um nokkrum orðum. Það er brtt. við 22. gr., um að heimila ríkisstjórninni að verja úr ríkissjóði allt að 10 þús. kr. til sérstakrar skrifstofu til þess að annast upplýsinga- og leiðbeiningastarfsemi um og fyrir iðn- og iðjurekstur hér á landi. Það er á allra vitorði, sem hafa haft afskipti af þessum málum, hversu erfitt það er að fá nokkra vitneskju um þessa starfsemi yfirleitt. Það veit enginn í augnablikinn, hvað mikið er framleitt hér af neinni iðnaðarframleiðslu, ekki heldur, hvað margir vinna að framleiðslunni, eða hvað mikið er flutt inn af hráefnum, eða hvað er til af vélum til framleiðslunnar. Allt þetta er mjög sundurlaust og óljóst, svo að það er hvergi hægt að fá ákveðnar upplýsingar um þessa hluti. Að vísu hefir verið samþ. hér á Alþingi fyrir nokkrum árum frv. um breyt. á hagskýrslunum, sem fer í þá átt að safna nokkrum upplýsingum um þetta. En eins og allir vita, koma þessar skýrslur hagstofunnar einu eða mörgum árum ettir að þeirra er aflað, svo að gildi þeirra fyrir lífið verður lítið. Það verða aðallega söguleg gögn. Till. mín fer fram á, að úr þessu verði bætt og stofnuð upplýsingaskrifstofa, að sínu leyti eins og fiskifélagið annast um að afla skýrslna fyrir sjávarútveginn, svo að allir geti fylgzt með því, sem framleitt er. Landssamband iðnaðarmanna sótti um styrk til þess að annast þetta, en fjvn. sá sér ekki fært að sinna þessu neitt. Svo að þessi miðlunartill. er borin fram til þess, ef vera kynni, að það mætti auðnast að bæta úr þessu. Ég tel ekki þörf á að hafa um þetta fleiri orð. Það er öllum dm. ljós nauðsynin á þessu máli, og ég vænti, að þeir sjái sér fært að greiða þessari till. atkv.

Þá hefi ég á þskj. 55o borið fram till. ásamt hv. 2. þm. N.-M og hv. þm. Mýr., sem er líka við 22. gr., um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að verja úr ríkissjóði eða af ágóða raftækjaeinkasölunnar allt að 50 þús. kr., gegn að minnsta kosti tvöföldu framlagi annarsstaðar frá, til stofnunar verksmiðju til raftækjaframleiðslu. Þegar raforkan kemur frá Soginu, lætur nærri að 2/3 hlutar þjóðarinnar fái ódýra raforku til ljósa og suðu. En til þess að þetta komi að notum, þarf eldavélar, ofna o. fl. En þar sem orkan kemur svona mikil allt í einn, verður mikill fjöldi að fá tæki þessi erlendis, annars verða orkuverin af þeirri sölu, sem þau annars kynnu að geta haft á straum. Sennilega er óhætt að áætla, að fyrst um sinn þurfum við allt að 1200 rafsuðuvélar á ári, og e. t. v. jafnmarga ofna fyrst um sinn. En með verksmiðjuverði mundi það nema fyrst um sinn 250 þús. kr., sem þyrfti að flytja inn á þennan hátt, þegar notað er svona mikið. Og það réttlætir eftir lauslegri áætlun, að sett verði á stofn lítil verksmiðja til þess að búa til þessu hluti. Það hafa verið athugaðir möguleikarnir fyrir því að koma slíkri verksmiðju á fót, og er það ekki ólíklegt, að það mætti takast. Með því að ganga út frá þessari framleiðslu á um 1200 eldavélum og jafnmörgum ofnum á ári er talið, að þessi rekstur geti borið sig. Það, sem vinnst við þetta, er fyrst og fremst það sama og með allri iðnaðarstarfsemi, að fá inn í landið verkalaunin. Ég te, að hráefnin til þessarar verksmiðju mundu verða kringum 45% af útsöluverði tækjanna. Það mundi því, ef þessi verksmiðja yrði stofnuð, haldast í landinu um helmingur af andvirði tækjanna. Endanleg reynsla liggur ekki fyrir um þetta, svo að það verður náttúrlega að reyna það miklu betur áður en út í það er lagt. En það liggur svo nærri að straumurinn komi til bæjarins frá Soginu, að það verður að gera ráðstafanir til þess, að þetta verði tilbúið, þegar þar að kemur, og það verður þess vegna að rannsaka þetta á næstunni. Um fyrirkomulag verksmiðjunnar skal ég ekkert fara út í að ræða, at því að það er ekki tímabært eins og nú standa sakir. En það er ekki ólíklegt að einstaklingar mundu vilja leggja út í þetta af eigin rammleik. En okkar till. gerir ráð fyrir því, að ríkið taki þátt í þessu að 1/3 og er það til þess bæði að leggja fram þetta fjármagn, og eins til þess að tryggja það að ekki fari aðrir út í samkeppni við fyrirtækið. Því að mikill hluti af kostnaði þessa fyrirtæki, mundi þá fara í það að berjast við ýmsa keppinauta, auglýsingasfrið og annað þess háttar. Ég skal svo ekki orðlengja um þetta frekar, en ég vænti þess, að hv. þm. geri sér það ljóst, að þetta er talsvert fjárhagsatriði fyrir landið. Og þó að það kosti nokkuð í bili, þá vinnst það áreiðanlega upp, og meira til.