05.05.1936
Neðri deild: 63. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 885 í B-deild Alþingistíðinda. (1361)

40. mál, brúargerðir

*Pétur Ottesen:

Ég á brtt. við þetta frv., þar sem farið er fram á að taka á brúalög 3 brýr á 2 stórar ár, sem eru mitt í hjarta Borgarfjarðarhéraðs. Ég held, að engum manni geti blandazt hugur um, eins og þetta frv. liggur fyrir nú, að það sé sjálfsagður hlutur og fullkomið sanngirnisatriði að taka upp í frv. brýr á þessar ár.

Ég þykist ekki þurfa að lulfa fleiri orð um þetta, en ef einhver kynni að álíta, að málinu væri ef til vill stofnað í einhverja hættu með því að gera á frv. breyt., svo að það yrði aftur að ganga til Ed., þá get ég tekið það fram, að ég hefi talað við menn úr samgmn. Ed., sem hafa tjáð mér, að samþykkt á þeim brtt., sem hér liggja nú fyrir, mundu engan veginn verða til þess að breyta þeirra afstöðu til þessa mál, og þeir mundu greiða götu þess, að það nái samþykki með þeim breyt. Ég get nefnt nöfn þessara manna úr samgmn., ef ástæða þykir til í þessu sambandi. Ég vænti þess vegna, að d. sjái sanngirni í því í að samþ. þessa brtt. mína og að framgangur málsins sé jafnvel tryggður og jafnöruggur á þessu þingi, þó að sú brtt. verði samþ.