05.05.1936
Neðri deild: 63. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 886 í B-deild Alþingistíðinda. (1364)

40. mál, brúargerðir

*Gísli Guðmundsson:

Ég skal ekki fjölyrða um þetta mál. — Ég ætla ekki að leggjast mikið á móti þessum brtt., sem hér liggja fyrir, en vil aðeins vekja athygli á því, að ég geri ráð fyrir, að það skipti í raun og veru fremur litlu máli, hvort þessar brtt. verða samþ. á þessu þingi eða ekki, því að fyrir þinginu liggur nú breyt. á vegal., og ef hún verður samþ., þá hlýtur hún að hafa það í för með sér, að það verður að taka inn í brúal. brýr yfir margar ár, sem eru á þessum vegum, sem nú á að setja á vegal. Hinsvegar er nú enginn tími, hvorki fyrir samgmn. né vegamálastjóra, til að gera tæmandi athugun á því, herjar af þessum brúm, sem hér eru gerðar till. um, sé rétt að taka inn í brúalögin.

Ég vildi aðeins vekja athygli á þessu, að það verður óhjákvæmilegt að taka brúal. til nýrrar athugunar á næsta þingi.