18.04.1936
Efri deild: 51. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 888 í B-deild Alþingistíðinda. (1375)

110. mál, tekjuöflun fyrir ríkissjóð

Forseti (EÁrna):

Það er rétt hjá hv. 1. þm. Reykv., að í öðrum þessum afbrigðum þarf 3/4 atkv., en þá felst alltaf minna leyfið í því stærra. — Ég skal í öðru lagi benda hv. þm. á, að nú eftir hinum nýju þingsköpum þarf ekki nema einfaldan meiri hl., ef málið er flutt að tilhlutan ríkisstj., eða fyrir hennar hönd, þar sem áður þurfti 3/4 greiddra atkv.