22.04.1936
Efri deild: 54. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 891 í B-deild Alþingistíðinda. (1385)

110. mál, tekjuöflun fyrir ríkissjóð

*Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Meiri hl. fjhn. ber fram lítilsháttar brtt. á tveim þskj. Á þskj. 409 er brtt. við 3. gr., um það, að jafnframt því, sem vitnað er í lög frá 31. des. 1935, um tekjuöflun ríkissjóðs, skuli einnig vitnað í hin nýsamþykktu lög frá 21. apríl 1936. Þá eru tvær brtt. á þskj. 404. Sú fyrri orðar um síðari málsgr. 3. gr. Nú er þar aðeins um heimild að ræða, en meiri hl. n. telur rétt að fastákveða þetta, enda þótt líklegt sé, að stj. hefði notað sér heimildina hvort sem var.

Í seinni brtt. er tekið fram. að fyrir framan tölurnar í öllum liðunum í 5. gr., um benzínskattinn, skuli standa „allt að“. Engin vissa er fyrir því, að skatturinn verði eins mikill og áætlað hefir verið, og því má ekki fastbinda upphæðirnar. — Býst ég við, að form. fjhn. flytji einnig skrifl. brtt. við frv. viðvíkjandi þessu.