22.04.1936
Efri deild: 54. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 907 í B-deild Alþingistíðinda. (1395)

110. mál, tekjuöflun fyrir ríkissjóð

*Jón Baldvinsson:

Mér þykir leitt, að hv. l. þm. Reykv. skuli ekki vera við, því að ég hefði þurft að svara honum nokkrum orðum. En vegna þess að ég vona, að svar mitt berist til han, samt sem áður, mun ég ekki hætta við ræðu mína, úr því að ég hefi kvatt mér hljóðs.

Hv. þm. talaði langt mál um benzínverðið, benzínskattinn og benzínverkfallið. Hann hélt því fram, að þangað til benzínverkfallið skall á, hefði vissum mönnum úr stjórnarflokkunum verið ívilnað með því að neita því félagi um gjaldeyri og innflutningslyfi, sem hefði getað boðið þessa vöru með lægra verði en hin olíufélögin. Þetta hefir nú að vísu borið allt á góma hér áður, en ég get þó gefið honum skýringu í þessu máli einu sinni enn. Hvernig sem á því stóð, gekk verzlunin ekki vel hjá þessu félagi. sem hann átti við, h f Nafta. Eins eyris munurinn var ekki nægilega mikill til þess að draga að félaginu mikil viðskipti, auk þess sem afsláttur hinna félalganna bætti þennan mismun upp. Félagið blómgaðist ekki, og meira vil ég ekki segja. Ég býst við, að hv. 1. þm. Reykv. hafi fundið allmargar kvartanir í blaðagreinum út af því, að synjað hafi verið um innflutningsleyfi. Slíkum kvörtunum rignir niður á hverjum degi, eins og honum ætti sjálfum að vera kunnugast, sem á sæti í bankaráði. Hann veit vel, hvílíkir örðugleikar eru á því að veita gjaldeyrisleyfi. Kröfur h/f Nafta um innflutningsleyfi gengu líka miklu frekar út á að fá flutta inn olíu heldur en benzín. En þar sem nóg olía var fyrir í landinu, þótti ekki ástæða til þess að veita þessi leyfi. En síðastl. haust nær þetta félag nýjum samböndum í Póllandi. Rétt á eftir hittist svo á, að benzínverð er að hækka hér vegna benzínskattsins, og félagið býðst til að selja benzín lægra verði en hin félögin. Þetta var tilviljun, og ekkert annað, og alveg ástæðulaust að bland, þessu á nokkurn hátt saman við bílstjóraverkfallið. Hann vill láta líta svo út, sem gjaldeyrisnefnd hafi af pólitískum ástæðum viljað ívilna sérstökum mönnum, sem riðnir eru við hin olíufélögin. Það er auðvitað öllum ljóst, að hann stefnir þessu til hv. 2. þm. Reykv. Ég veit nú að vísu, að hv. 1. þm. Reykv. meinar ekkert með þessu. Hann þekkir þá menn, sem eru í gjaldeyrisnefnd, og hann veit líka vel, að það er aðalbankastjóri landsbankans, sem ræður mestu um veitingu gjaldeyrisleyfanna, eins og eðlilegt er. Árásir hv. þm. á gjaldeyrisnefnd lenda því fyrst og fremst á honum.

Bifreiðarstjórarnir fengu ekki framgengt kröfum sínum með verkfallinu í vetur. Þeir fengu því ekki framgengt, að benzínskatturinn yrði ekki innheimtur. Bifreiðarstjórarnir gerðu þá kröfu, að stj. notaði ekki heimildina, og þeir fengu þeirri kröfu ekki framgengt. Mér er vel kunnugt um kröfu þeirra, því að ég sat oft á fundum með þeim, og fór vel á með okkur. En þótt „Nafta“ hefði um það leyti náð nýju sambandi, svo að það gat boðið benzínið fyrir lægra verð en hin félögin, var það á engan hátt verkfallinu að þakka. Það var, eins og ég sagði, tilviljun, að svona hittist á, enda þótti þá þegar sjálfsagt að veita félaginu gjaldeyrisleyfi, og var gert.

Hv. þm. þóttist vera að vorkenna mér og sagði, að ég hefði dottið fyrir björg. Mér þykir engin skömm að því að vera líkt við sólargeislann, sem sagt er, að detti fyrir björg og brotni ekki.

Annars var margt skrítið í ræðu hv. þm. Hann hélt því fram, að ekkert gæti batnað meðan þessi stj. sæti við völd, hvorki harðindi, aflaleysi, né heldur ófriður úti í löndum, skildist mér. En þegar sjálfstæðismenn tækju við völdum, myndi friður verð, saminn, þorskur hlaupa á land og smjör drjúpa af hverju strái. Það vill nú svo til, að flokkur hans hefir, undir ýmsum nöfnum, verið við völd hér á landi án þess að þessi tákn og stórmerki gerðust. Hinsvegar safnaði stj. hans lausaskuldum, en þessi stj. reynir á allan hátt að forðast nýja skuldasöfnun, að vísu með allþungum álögum á landslýðinn.