22.04.1936
Efri deild: 54. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 911 í B-deild Alþingistíðinda. (1401)

110. mál, tekjuöflun fyrir ríkissjóð

Magnús Guðmundsson:

Ég veit ekki, hvort það er unnt fyrir mig að hafa rétt eftir orð hv. 1. þm. Eyf., en mér finnst hann nú játa, að það hafi verið allveigamiklar till. til sparnaðar, sem bornar voru fram af fjvn. á þinginu 1935, en svo sagðist hann líku geta viðurkennt, að það hefðu verið veigamiklur sparnaðartill., sem bornar voru fram 1934, og það var einmitt það, sem ég sagði, að hefði verið, því að till. sem nema 700 þús. kr., eru töluvert veigamiklar í fjárl., sem þó eru ekki hærri en okkar. Hann sagði, að þetta hefði flest verið áætlunartill. Þetta er ekki rétt. Þvert á móti er t. d. framlag til nýrra síma ekki áætlunarupphæð. og þannig voru margar fleiri. Svo nefndi hv. þm. atvinnubótaféð í sambandi við það, að fram hefði komið till. frá sjálfstæðismanni um að auka það um helming, og það sýndi, að flokkurinn væri ekki heilsteyptur í málinu. En hann verður að athuga, hvers vegna hækkunartill. var borin fram; það var af því, að það átti að koma tvöfalt framlag annarsstaðar frá á móti þessu framlagi, og það áleit flm. þessarar till. ófært, því að það fé væri ekki til hjá bæjum og kauptúnum, enda kom það á daginn, því að stj. hefir orðið að láta fé til atvinnubótavinnu, þó að ekki hafi komið tilskilið framlag á móti. Þetta var viðurkennt í fjvn. í fyrra.

Þar sem hv. 1. þm. Reykv. er dauður í þessum umr., vil ég aðeins drepa á þau ummæli hæstv. ráðh., að hv. þm. hefði hvatt til bílstjóraverkfallsins. Ég man eftir því, að í blöðum stjórnarflokkanna var um þetta leyti sagt, að sjálfstæðismenn stæðu á bak við þetta verkfall, og ég býst við, að þessar símahlustanir, sem þá voru settar á stofn, hafi verið gerðar til þess að komast að raun um þetta, en þar sem stj. hefir á þennan hátt fengið að vita, að þetta var ekki satt, þá ætti hún að viðurkenna, að ekkert kom fram í þessari símahlerunarstarfsemi, sem benti á nokkurn hátt til þess, að Sjálfstfl. væri við þetta verkfalli riðinn.