07.05.1936
Sameinað þing: 19. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 305 í B-deild Alþingistíðinda. (143)

1. mál, fjárlög 1937

Forseti (JBald):

Mér hefir borizt skrifl. brtt. frá hv. þm. N.-Ísf., svo hljóðandi:

„Við tölul. XLVII. (Nýr liður við 22. gr. 6. Fisksölusambandið).

Við till. bætist Ábyrgðin tekur ekki til vangreiðslu kaupanda fiskjarins eða skemmda á honum í flutningi til sölustaða.“

Einnig hefir mér borizt önnur skrifl. till. frá hv. 3. þm. Reykv., svo hljóðandi:

„Við 22. gr. VIII. Nýr liður.

Að ábyrgjast fyrir Reykjavíkurbæ allt að 3½ millj. króna lán, eða jafngildi þeirrar upphæðar í erlendri mynt, til hitaveitu.“

Til þess að þessar brtt. verði teknar til meðferðar, þarf að veita tvenn afbrigði frá þingsköpum.