07.05.1936
Sameinað þing: 19. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 308 í B-deild Alþingistíðinda. (147)

1. mál, fjárlög 1937

*Ásgeir Ásgeirsson:

Hv. fjvn. hefir á þskj. 544 borið fram nokkrar brtt. við fjárlfrv., og er sú fyrsta við 17. gr. 5. lið. Við þá till. hefi ég borið fram nýja brtt. á þskj. 574, og er í minni till. farið fram á styrk, sem er 1000 kr. lægri en í till. fjvn. En ég liða styrkinn í tvennt, svo hægt sé að hafa Hafnarfjörð sér og Reykjavík sér um styrk. Ælast ég til, að 3000 kr. gangi til barnavinafélagsins Sumargjafar, en hitt fari til barnaverndar eftir ákvörðun ráðh.

Hv. fjvn. hefir ekki tekið illa í þessa till., þó að hún hafi ekki lofað henni fylgi.

Um XXXV. brtt. á þskj. 519 vil ég geta þess, að ég tek hana aftur.

Að öðru leyti vil ég þakka hv. þm. A.-Sk. fyrir ágæta vörn hans fyrir Halldór Kiljan Laxness. Þótti mér vænt um að sjá, að maður úr bændastétt varð til að taka upp málstað hans. Það minnti mig á það, er séra Jón Jónsson tók málstað Þorsteins Erlingssonar hér á þingi forðum, en margir töldu hann hafa horn í síðu kirkjunnar. Hann var varinn af presti. Eins telja margir, að H. K. L. hafi horn í síðu bænda, og fer nú vel á því, að hann sé varinn af bónda. Ég skal viðurkenna, að nokkur atriði eru í ritum Kiljans, sem ég vildi strika út, en þó eru þessi atriði færri en hv. tillögumenn vilja vera láta. Og því færri verða þessi atriði sem lengra líur. (GÍ: Það lesa hann færri því lengra sem líður). Það er sama, hvort mönnum líkar betur eða verr, mörg af verkum hans eru meistaraverk, og „Sjálfstætt fólk“ er líklega mesta verkið, sem á íslenzku hefir verið samið í óbundnu máli.