28.04.1936
Neðri deild: 58. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 982 í B-deild Alþingistíðinda. (1497)

99. mál, jarðakaup ríkisins

*Sigurður Kristjánsson:

Það er að sönnu, að ríkið ber ábyrgð á þessu fé, svo að það er þess vegna rétt svo sem sama, hvort það borgar það nú eða það fellur á það síðar. En ef það skyldi geta verið hætta á því, að gengið yrði að mönnum þessum, sem ekki geta staðið í skilum og þessi löggjöf gæti eitthvað hjálpað, ef þeir ekki fá þessa hjálp, þannig að þeir flosnuðu þá upp af jörðum sínum, þá tel ég ekki annað fært en að reyna að afstýra því, og vil þá heldur samþ. þessa löggjöf, ef menn hennar vegna síður flosnuðu upp af jörðum sínum, og segi því já.

Brtt. 432.2–5 komu ekki til atkv.

Frv. samþ. með 17:11 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: EmJ, EystJ, FJ, GG, HV, JG, MT, PZ, PÞ, SigfJ. SE, StJSt, ÞorbÞ, ÁÁ, BÁ, BB, JörB.

nei: EE, GSv, GÍ, JakM, JJós, JónP, JS. PHalld, PO, SK. TT.1)

Fimm þm (GÞ, HannJ, JÓl, ÓTh. BJ) fjarstaddir.

Frv. afgr. til Ed.