08.04.1936
Efri deild: 47. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 993 í B-deild Alþingistíðinda. (1516)

101. mál, brunamál

*Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Eins og sjá má í grg. frv., flytur n. það eftir tilmælum hæstv. atvmrh. En tilefni frv. er kunnugt. Það er sá sorglegi atburður, sem gerðist í einu kauptúni hér í grenndinni nú um hátíðarnar. Er hér verið að setja ákvæði til fyrirbyggingar því, að slíkt geti endurtekið sig. — 2. gr. frv. mælir svo fyrir, að leyfi lögreglustjóra skuli þurfa til að mega halda skemmtanir í húsum, þar sem um er að ræða ófullkominn útbúnað dyra o. s. frv. Er atvmrh. heimilað að setja ákvæði um útbúnað í leikhúsum og öðrum samkomuhúsum.

Þetta frv. er samið í ráðuneytinu, og að sjálfsögðu hefir n. málið til meðferðar. Hefir hún ekki enn sem komið er rökrætt það að því er orðalag snertir og slíkt, en um efni þess er enginn ágreiningur. Vona ég, að hv. d. taki málinu vel, slíkt nauðsynjamál sem það er.