07.05.1936
Sameinað þing: 19. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 319 í B-deild Alþingistíðinda. (154)

1. mál, fjárlög 1937

*Frsm. síðari kafla (Bjarni Bjarnason):

Svo sem venja er til mun ég verða mjög stuttorður. það eru komnar fram um 100 brtt. frá einstökum þm. Fjvn. hefir enga afstöðu tekið til þeirra í heild, og hefi ég því ekkert umboð fyrir hönd n. til þess að segja um það, hvaða till. eigi að samþ. og hverjar eigi að fella. Ég geri hinsvegar ráð fyrir, að n. liti svo á að allflestar, ef ekki allar þær till., sem miða að því að hækka þá liði, sem fjvn. hefir farið höndum um áður, eigi ekki að ná fram að ganga. Það verður því að ráðast, þar sem fjvn. hefir ekki haldið neinn fund og mun sennilega ekki gera, hvernig einstakir þm. snúast við þeim till. sem liggja fyrir. Ég vil aðeins geta þess að það gæti orðið dálítið önnur útkoma á fjárlagafrv. heldur en nú er, ef mikið yrði samþ. af þeim till., sem fyrir liggja.

Þó eru það aðeins nokkrar till. sem skipta mjög litlu máli hvað fjárhæð snertir, en eru þó þess eðlis, að þær eru til samræmis við það, sem n. hefir gert í einstökum atriðum, sem n. mundi sennilega hafa gengið inn á, ef eitthvað af þeim hefði legið fyrir.

Ég vil nefna t. d. tvær till. um styrk til iðnaðarmannafélaga, annars á Akranesi, en hins í Vestmannaeyjum, 500 kr. til hvors. Ég get ekki stillt mig um að mæla með þessum till.

Þá er það ennfremur til ófriðunar sels í Ölfusá, sem ég er persónulega meðmæltur að gangi fram, en get ekki sagt neitt um það fyrir hönd n.

Þá er það ennfremur til vitavarðarekkju 300 kr., sem er líka í samræmi við það, sem n. hefir gert.

Þá er beiðni um styrk til fávita. Ég legg ekkert til þeirra mála, en það er vitanlegt, að þeir fávitar, sem ekki komast á hæli, eru til mikilla þyngsla.

Svo er till. um styrk til Þorsteins Bjarnasonar, sem er mjög svo mikill fræðimaður, þó að hann sé ekki skólagenginn. Er sú till. að upphæð 300 kr. vænti ég, að á hana verði litið með velvilja.

Þá er ein till. um póst, sem fjvn. leggur til að fái 299 kr. Hann er 70 ára gamall og hefir verið í 40ár póstur.

Þá er till. á þskj. 547 frá hv. þm. V.-Ísf. um að styrkurinn til dagheimilis fyrir börn í Reykjavík verði sérstakur, 3000 kr., og til barnaverndar 2000 kr. En aftur á móti hefir fjvn. flutt till. um það, að veitt sé aðeins til barnaverndar 6000 kr., en þar af fari 2000 kr. til Hafnarfjarðar, en að öðru leyti fari þetta fé eftir úthlutun barnaverndarráðs. Ég vil ekki gera þetta að neinu kappsmáli. Hér er að vísu um 1000 kr. hækkun að ræða eftir till. hv. þm. V.-Ísf., en ég hefi orðið var við, að hv. þm. fella sig betur við hana heldur en till. n.

Þá er till. á þskj. 549 frá hv. 6. þm. Reykv., sem einnig hefir legið fyrir fjvn. Fer till. fram á læknisvitjanastyrk til þriggja hreppa í einu læknishéraði, og skiptist upphæðin á milli þeirra eftir kostnaði. Leggur n. ekki á móti þessari till.

Þá er till. á þskj. 545, sem fer fram á styrk til Einars Þorkelssonar fyrrv. skrifstofustjóra. Hann hefir að vísu eftirlaun, en er nú orðinn blindur og gamall og þar að auki ómagamaður. Væri það lítt sæmandi fyrir Alþingi að láta slíkan mann fara á sveitina, þar sem hann hefir lengi verið skrifstofustjóri Alþingis.

Þá eru það aðeins tvö eða þrjú atriði, sem mig langar til að minnast á. Það er í fyrsta lagi aths. við 16. gr. — Búnaðarfélagið. Það hafa fallið nokkur orð um þessa aths. frá ýmsum þm. og sagði einn þeirra, hv. þm. Borgf., að ég hefði auðmýkt mig gagnvart þessari till. En það er síður en svo. En hitt er annað mál, að ég get tekið þessa till. aftur, þar sem það er sýnt, að breytingin á jarðræktarlögunum nær fram að ganga. Ég vil segja hv. þm. það, og öðrum, sem hafa hnýtt í meiri hl. fjvn. fyrir aths., að það er ekki að ástæðulausu að landbúnaðarráðh. þarf að hafa íhlutunarrétt um starfsmannaráðningu í Búnaðarfélaginu. Því að það eru dæmi til þess, að einstakir starfsmenn hafa komizt á hærri laun heldur en sjálfurbúnaðarmálastjórinn. Það tel ég ekki heppilegt, og er það m. a. tilefni til þess að ég hefi komið með þessa till.

Þá vil ég minnast á till., er snertir mitt eigið kjördæmi. Það er till. frá hv. 11. landsk., um Snepilrás Stokkseyri, þar sem farið er fram á að styrkurinn sé hækkaður úr 3000 kr. upp í 5500 kr. Ég er svo kunnugur fjárreiðum Stokkseyrarhrepps, að ég er alveg sannfærður um, að hann á nóg með að leggja fram fé á móti þessum 3000 kr., hvað þá ef hann ætti að leggja fram fé á móti 5500 kr., þar sem hann þarf líka að leggja fram á móti 2000 kr. til bryggju. Meira getur hann ekki. Þess vegnu býst ég ekki við, að þessi hækkun hafi mikla þýðingu.

Þá get ég ekki látið hjá líða að láta þess getið að ég kann illa við það, að hv. þm. séu að krukka í það við a. umr., sem samþ. er við 2. umr. Hér hefir t. d. hv. þm. Ak. tekið upp aths. um Bjarna Björnsson, að hann skuli til þess að fá styrk verða að fá meðmæli frá menntamálaráði. Það er ekki ástæða til að halda, að þessi maður verði á fjárl. til eilífðar, hvað sem um hans menntun má annars segja. Sé ég því ekki ástæðu til að taka þessa aths. til greina.

Þá vil ég geta þess í sambandi við Halldór Kiljan Laxness, að ég held, að það sé misskilningur hjá hv. þm. A.-Húnv. að halda að hann slái sig til riddara hjá bændum með því að halda því fram, að Halldór Kiljan Laxness hafi það fyrir atvinnu að svívirða þá.

Ég get svo látið útrætt um þetta, en segi aðeins að lokum, að ég mun í öllum höfuðatriðum greiða atkv. á móti brtt. frá einstökum þm., og vil vitanlega vænta þess, að þær falli sem flestar, til þess að fjárlagafrv. geti orðið sem næst því. er fjvn. hefir gengið frá því og það var lagt fyrir þingið.