20.04.1936
Neðri deild: 52. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1034 í B-deild Alþingistíðinda. (1571)

73. mál, fræðsla barna

*Bjarni Bjarnason:

Ég vil aðeins gera hv. þm. Borgf. það til geðs að endurtaka nokkur orð af því, sem ég áður sagði í minni ræðu. Og það er þetta: Ég mótmæli því afdráttarlaust, að frá okkur þm. Árn. hafi fallið nokkurt orð um það, að óánægja væri ríkjandi með barnakennara í Árnessýslu. En hinsvegar hefi ég ekki ætlað mér að ræða um þetta mál hér í þd. (PO: Vill þm. mótmæla því, að hann hafi sagt þetta?). Já. það geri ég.