02.05.1936
Efri deild: 61. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1048 í B-deild Alþingistíðinda. (1607)

73. mál, fræðsla barna

*Jónas Jónsson:

Það stendur þannig á með fyrsta málið, sem hér er á dagskrá, að ekki er búið að ljúka við prentun á nál., sem gengið var frá í gær, en ég hefi vænzt þess, að það kæmi hér á fundinn, og gerir þá ekki til, þótt umr. verði hafin um málið. Hinsvegar þurfum við, ég og hv. 1. þm. Reykv., að vera á bankaráðsfundi í dag, og vil ég mælast til þess við hæstv. forseta, að hann fresti umr. um málið á meðan við erum fjarverandi. En ef fundi yrði frestað, þá vildi ég sömuleiðis mælast til, að forseti tæki einnig á dagskrá frv. til l. um heimild um klaksjóð, sem komið er svo langt áleiðis, að ef til vill væri hægt að koma því út úr deildinni í dag.