02.05.1936
Neðri deild: 61. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1096 í B-deild Alþingistíðinda. (1671)

126. mál, sala Hamra við Akureyri

*Hannes Jónsson:

Ég skal ekki blanda mér mikið í þetta mál, en mér sýnist þessi brtt. nokkuð óákveðin. Þar er talað um, að bærinn eigi að leggja til 20 dagsláttur af landi í tilteknu augnamiði, en það er ekkert talað um, á hvern hátt bærinn á að leggja fram þetta land, hvort hann á að láta það af hendi endurgjaldslaust eða gegn borgun. Ég veit ekki, hvað hv. flm. hugsar sér með þessu. Ef meiningin er, að þetta sé óbundið, getur ákvæðið orðið lítils virði, því bærinn gæti þá sett það verð á landið, að ekki væri viðlit fyrir hlutaðeigendur að taka við því.