07.05.1936
Neðri deild: 66. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1107 í B-deild Alþingistíðinda. (1708)

35. mál, stýrimannaskólinn

*Gísli Guðmundsson:

Ég hefi ásamt hv. þm. V.-Ísf. leyft mér að flytja hér brtt. á þskj. 578 við 19. gr. frv., sem fjallar um námskeið þau, sem gert er ráð fyrir að halda utan Reykjavíkur, til þess að menn geti fengið kennslu undir minna próf. Eftir frv. er þetta bundið við 4 staði, Vestmannaeyjar, Ísafjörð, Akureyri og Norðfjörð. Ég bar fram við 2. umr. till. um, að þetta væri lagt í vald ráðuneytisins, en sú till. var felld með litlum atkvæðamun. Nú höfum við hv. þm. V.-Ísf. borið fram nýja brtt. um, að þó aðallega séu tilteknir 4 staðir, sé heimilt að halda námskeiðin á fleiri stöðum, þegar sérstaðar ástæður mæla með. Er þetta svo sanngjarnt, að ég geri ráð fyrir, að hv. d. samþ. brtt.