24.04.1936
Efri deild: 55. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1110 í B-deild Alþingistíðinda. (1720)

122. mál, skattfrelsi mjólkursamsölu og fisksölusambands

*Sigurjón Á. Ólafsson:

Ég mun hafa staðið með meiri hl. allshn. að því, að þetta frv. kæmi hér inn í þd., en í n. lýsti ég svipuðum fyrirvara gagnvart frv. og komið hefir fram hjá hv. 1. þm. Skagf. og hæstv. atvmrh., að ég teldi litla þörf á þessari löggjöf með tilliti til þess, að í vændum væri endurskoðun á útsvarslöggjöfinni. Og ef á að taka þessar stofnanir út úr og undanþiggja þær tekjuskatti og aukaútsvörum, þá hefi ég í huga fleiri stofnanir, sem ég tel, að megi einnig koma til greina í því efni. — Ég vil taka undir þá till., að n. fái þetta frv. aftur til athugunar.