06.05.1936
Efri deild: 66. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1112 í B-deild Alþingistíðinda. (1729)

122. mál, skattfrelsi mjólkursamsölu og fisksölusambands

*Sigurjón Á. Ólafsson:

Eins og ég gat um við l. umr. málsins, gerðist ég með öðrum hv. nm. flm. málsins, en ég gat þess þá um leið, að þessu máli þyrfti ekki að hraða. Ég gat þess líka, að ég teldi rétt að láta ákvörðun um þetta bíða, þar til búið væri að framkvæma endurskoðun á útsvarslögunum, sem væntanlega verður gert nú á milli þinga, og þar sem nú sem stendur er ekki hætta á því, að þessi fyrirtæki séu skattlögð samkv. hæstaréttardómi, þá álít ég, að það sé óþarft að lögfesta þetta frv. á þessu þingi. Brtt. sú, sem liggur hér fyrir á þskj. 530, er aðeins orðabreyting. Af þessum ástæðum er ég því mótfallinn, að þetta mál verði látið ganga lengra að þessu sinni.