28.04.1936
Neðri deild: 58. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1153 í B-deild Alþingistíðinda. (1757)

120. mál, jarðræktarlög

*Jón Pálmason:

Það er kunnugt, að þetta mál er eitt af hinum þýðingarmestu málum, sem lögð hafa verið fram á þessu þingi. Það er líka kunnugt, að þegar umr. um það fóru hér fram í gærkvöldi, þá fóru allir fulltrúar annars stjórnarflokksins af fundi og sumir fulltrúar hins stjórnarfl. og voru ekki að neinu leyti við þær umr. En þegar svo mönnum var smalað til atkvgr., er komið var miðnætti, tók ég og sumir aðrir til þess ráðs, sem ég hefi gert áður, að sýna andúð mína gegn þessu framferði með því að ganga af fundi. — Þó að ég sé andvígur þessu frv. í þeirri mynd, sem það nú er, þá vil ég ekki hamla því, að það fari til n., og segi ég þess vegna já.