08.04.1936
Sameinað þing: 12. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 333 í B-deild Alþingistíðinda. (178)

105. mál, fjáraukalög 1935

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Það hefir verið venja að setja þær upphæðir, sem ávísað hefir verið umfram fjárlög, á væntanleg fjáraukalög. Þessari venju er nú haldið með því að leggja nú fyrir þetta þing frv. til fjáraukalaga fyrir 1935. Í greinarg., sem fylgir frv., er gerð grein fyrir hverjum útgjaldalið fyrir sig, og sé ég ekki ástæðu til að bæta neinu við það, sem þar stendur um það. Ég vil svo leyfa mér að leggja til, að frv. verði, að lokinni þessari umr., vísað til 2. umr. og fjvn.