16.03.1936
Neðri deild: 25. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1284 í B-deild Alþingistíðinda. (1834)

32. mál, landssmiðja

Forseti (JörB):

Mér hafa borizt tvær skrifl. brtt. við brtt. á þskj. 152. Önnur frá hv. 3. þm. Reykv. sjá þskj. 161 og hin frá hv. þm. Hafnf. og hv. 1. landsk. sjá þskj. 162.

Með því að brtt. þessar eru fyrst fram komnar nú á fundinum, og auk þess skriflegar, þarf að leita afbrigða frá þingsköpum til þess að þær megi taka til meðferðar.