02.05.1936
Sameinað þing: 16. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 334 í B-deild Alþingistíðinda. (185)

105. mál, fjáraukalög 1935

*Hannes Jónsson:

Ég vil þakka hæstv. fjmrh. fyrir, að hann skuli ætla að taka til athugunar fyrir næsta þing, hvort ekki muni tiltækilegt að hætta við fjáraukalög þau, sem ég hefi gert að umræðuefni hér, því að það er nú svo, þó að hér sé ekki um stórvægilegt atriði að ræða, þá virðist þó réttara, að samræmi sé komið á þetta.

Annars vil ég benda hæstv. fjmrh. á, að end, þótt hann segi, að upp í fjáraukalög þessi séu aðeins teknir þeir liðir, sem engin heimild er fyrir, þá er það ekki tæmandi, því að það er nú svo um suma liði fjárlaganna, að þar er beinlínis tekið fram, hvað mest megi greiða úr ríkissjóði. Þegar því eytt er fram yfir á þeim liðum, þá er það meira en að til þess vanti heimild, heldur er beinlínis bannað að greiða meira en þar er til tekið; sem dæmi upp á slíka liði má nefna skrifstofufé sýslumanna; þegar lögin um það voru sett, var til tekin ákveðin fjárhæð, sem til þess mætti verja, en fram úr þessu hefir þó alltaf verið farið að meira og minna leyti. Skal ég svo láta þetta nægja, þar sem hæstv. fjmrh. ætlar að taka þessar aths. mínar til yfirvegunar fyrir næsta þing.