07.05.1936
Efri deild: 67. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1355 í B-deild Alþingistíðinda. (1904)

109. mál, bæjargjöld í Vestmannaeyjum

Jón Baldvinsson:

Ég greiddi atkv. gegn þessu máli í fyrra, og geri það ekki síður nú, þar sem hér er á leiðinni frv. um tekjustofna bæjar- og sveitarfélaga. Mér finnst, að Vestmannaeyjar eigi ekki að hafa nein forréttindi til þess að leggja svo óvenjuleg gjöld á fólk. Hitt frv. er nú til umr. í Nd., og vil ég mælast til þess við hæstv. forseta, að hann taki þetta mál ekki á dagskrá hér aftur, fyrr en útséð er um það, hversu fer um hitt málið.