08.05.1936
Efri deild: 68. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1358 í B-deild Alþingistíðinda. (1919)

109. mál, bæjargjöld í Vestmannaeyjum

*Jón Baldvinsson:

Ég vil enn á ný vísa til þess, sem ég áður hefi sagt í sambandi við þetta mál, að úr því að ekki er enn útséð um örlög frv. um tekjustofna bæjar- og sveitarfélaga í Nd., þá álít ég rétt að fresta afgreiðslu þessa máls, þangað til síðar á fundinum. Þó að teknir verði af Vestmannaeyjakaupstað tekjustofnar, sem hann áður hefir haft, ef þetta frv. nær ekki fram að ganga, þá mun ég samt greiða atkv. á móti því. — Hv. 1. þm. Eyf. hefir nú tekið aftur brtt. sína á þskj. 608. — Ég hefði greitt atkv. með þeirri brtt., þó að það hefði að vísu ekki verið gert í góðu skyni. En af því að ég er í raun og veru á móti þeirri breyt. líka, þá kann ég ekki við að taka hana upp.