21.04.1936
Neðri deild: 53. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1411 í B-deild Alþingistíðinda. (2005)

34. mál, atvinna við siglingar

Forseti (JörB):

Það er að vísu svo, að það má gera ráð fyrir því, þar sem þetta er 2. umr. málsins, að þó að henni verði lokið í dag þá er það tæpast, að það verði tekið á dagskrá á morgun. Þess vegna kemur það í sama stað niður, þó að þessari umr. sé frestað til morguns, ef það verður svo tekið til 3. umr. á föstudaginn. Að þessu leyti tapast því enginn tími, þó að þessi tilhliðrunarsemi sé sýnd. Ég vona, að menn geti orðið ásáttir um, að málið bíði til morguns.