09.05.1936
Sameinað þing: 22. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1447 í B-deild Alþingistíðinda. (2082)

Afgreiðsla þingmála

*Forseti (JBald):

Ég hélt nú, að þetta sálmabókarmál væri úr sögunni, því ég hafði látið í ljós skilning minn á því, þegar hv. 3. þm. Reykv. vakti máls á þessu. Till. var löglega samþ. samkv. þingsköpunum, og það var viðhaft nafnakall, og þeir, sem ekki greiddu atkv., voru taldir hafa tekið þátt í atkvgr. Þetta viki öðruvísi við fyrir hv. 3. þm. Reykv., ef greidd hefðu verið atkv. með handauppréttingum og ekki hefði verið hægt að sanna, hverjir voru viðstaddir á fundinum. En nú er hægt að gera það eftir nafnakallinu.