09.05.1936
Sameinað þing: 23. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1457 í B-deild Alþingistíðinda. (2124)

Eftirlitsráð með opinberum rekstri

Jakob Möller:

Ég vil leyfa mér að fara þess á leit f. h. Sjálfstfl., að flokknum gefist kostur á að skipta um fulltrúa í rekstrarráði 2. flokks samkv. lögum um eftirlit með opinberum rekstri. Vænti ég, að hæstv. forseti vilji leita samþykkis til þeirra afbrigða frá þingsköpum, sem til þess þarf, að kosning geti farið fram á þessum fundi. Ég lít svo á, að sjálfsagt sé, að Sjálfstfl. fái að skipa í það sæti, sem losnar, er ég nú afhendi þetta veglega starf í hendur þingsins.