30.04.1936
Efri deild: 60. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 56 í C-deild Alþingistíðinda. (2212)

60. mál, sauðfjárbaðanir

*Frsm. (Páll Hermannsson):

Landbn. hefir athugað þessa brtt., sem var af hv. flm. tekin aftur til 3. umr. til þess að n. gæti athugað till. Það var ekki tekin beinlínis ákveðin afstaða til till. í n., en ég ætla, að a. m. k. meiri hl. leggi fremur á móti, að hún verði samþ., ekki fyrir það, að n. vilji ekki, að haft sé vakandi auga með því, hvar fjárkláði sé á ferðinni, — það er síður en svo, — heldur vegna þess, að n. finnst það ákvæði varla eiga heima í þessu frv. Auk þess litu nm. svo á, að víðast hagaði svo til, að menn leyndu ekki kláðagrun fyrir yfirvöldunum, enda ólíklegt, ef baðstjórar eru við baðanir, að þeir gefi því ekki gaum. Það má vel vera, að einhverjir nm. vilji hafa óbundið atkv., en n. mælir ekki með brtt.