04.05.1936
Neðri deild: 62. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 123 í C-deild Alþingistíðinda. (2261)

51. mál, fiskimálanefnd o. fl.

*Frsm. meiri hl. (Finnur Jónsson):

Út af ræðu hv. 6. þm. Reykv. vil ég segja það, að það er vitanlega sitt hvað, togaraútgerðin sem slík eða h/f Kveldúlfur, enda hefi ég aldrei blandað því saman. En það er öðru máli að gegna með þennan hv. þm.; hann sér aldrei annað en Kveldúlf, og öll togaraútgerð er í hans augum ekkert annað en Kveldúlfur, enda ekkert undarlegt, þar sem vitað er, að hann er ekkert annað en lítilfjörlegt leiguþý hjá Kveldúlfi og því ekki unnt að sjá annað en Kveldúlf alstaðar og miða allt við hann.