05.05.1936
Neðri deild: 63. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 124 í C-deild Alþingistíðinda. (2266)

51. mál, fiskimálanefnd o. fl.

1) TT:

Burtséð frá aðalefni þessa málls, þá vil ég leyfa mér að vekja athygli á því, að eftir að fundur í Sölusambandinu hefir verið háður, getur þessi rökst. dagskrá eiginlega ekki staðizt, því að hér stendur í hinni rökst. dagskrá, með leyfi hæstv. foreta: »Þar eð ekkert það hefir komið fram í fiskimálunum, er bendir til þess, að eðlilegt sé eða hagkvæmt að leggja störf fiskimálanefndar undir stjórn sölusambands ísl. fiskframleiðenda«. . . En nú hefir það komið fram, að nær allir fiskframleiðendur óska, þessa, svo að þessi dagskrá, eins og hún er orðuð, er ótímabær og fær ekki staðizt þá reynslu, sem við höfum í þessum máum. Ég segi því nei.