08.05.1936
Efri deild: 69. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 131 í C-deild Alþingistíðinda. (2293)

128. mál, alþýðutryggingar

Magnús Guðmundsson:

Ég vildi helst óska, að mál þetta gengi til atkv. hér í hv. d. Ég sé enga ástæðu til að vísa því til stjórnarinnar. sem er því mótfallin. Það var ekki mín meining, að hæstv. atvmrh. væri bundinn við afstöðu flokksmanna sinna í Nd., en af því að vefengt var það, sem ég tók réttilega fram um, að ágreiningur hefði ekki verið í Nd. um afgreiðslu málsins, þá vildi ég sanna mitt mál. Hitt má vel vera, að hæstv. ráðh. hafi ekki fylgzt með gerðum Nd. í þessu máli, og er það ekki einsdæmi. Hann varð t. d. steinhissa á því nú fyrir nokkru, er Nd. hafði samþ. frv., sem hann var á móti. Ég vil því ráða honum til að gæta betur flokksmanna sinna í Nd. hér eftir en hingað til.

Aðalatriði þessa frv. er að rýra ekki rétt þess fólks, sem ár eftir ár hefir haft ellistyrk og haft af honum mikil not í baráttu sinni fyrir því að þurfa ekki að þiggja sveitarstyrk.