17.02.1936
Efri deild: 2. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í B-deild Alþingistíðinda. (23)

Kosning fastanefnda

Þorsteinn Briem:

Það eru fordæmi fyrir því á undanförnum þingum, að veitt hafa verið afbrigði frá þingsköpum um að fjölga mönnum í tveimur nefndum; var það fyrst gert í landbn. og síðar í allshn. Þetta var gert með það fyrir augum, að 4. flokkur þingsins gæti átt kost á að hafa fulltrúa í þessum nefndum. Ég leyfi mér því að fara fram á það við hæstv. forseta, að hann leiti afbrigða frá þingsköpum, á sama hátt og áður hefir átt sér stað, um að kosnir verði 5 menn í landbn. og 3 í allshn., með þetta fyrir augum, að 4. fl. þingsins fái að koma manni í þær nefndir. Ég vil ennfremur skjóta þeim tilmælum mínum til hv. stjórnarfl. hér í þd., að þeir samþ. þetta fyrir sitt leyti, að því tilskildu, að þeir hafi, eftir sem áður, meiri hl. í þessum nefndum. Jafnframt vil ég skjóta því til Sjálfstfl., hvort hann er ekki fáanlegur til að fjölga ekki mönnum frá sér í þessum nefndum, þó að afbrigðin verði leyfð.