21.02.1936
Neðri deild: 5. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 136 í C-deild Alþingistíðinda. (2307)

13. mál, Fiskveiðasjóður Íslands

*Sigurður Kristjánsson:

Ég skal upplýsa það, að í fyrra lágu fyrir sjútvn. tvö, eða eiginlega þrjú frv. um þetta efni. N. varð sammála um að senda þau öll til stj. fiskveiðasjóðs til umsagnar. Vænti ég, að sú umsögn geti komið nú. Mér vitanlega er hún ekki komin ennþá, en það er sjálfsagt, að n. geri tilraun til að fá hana. — Um þetta mál hefir verið nokkur ágreiningur í n., og tel ég því rétt að leita álits þeirra, sem mesta reynslu hafa og ættu að hafa glöggan skilning á því, hvernig þessum málum verður bezt fyrir komið.