21.02.1936
Neðri deild: 5. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 138 í C-deild Alþingistíðinda. (2312)

14. mál, samvinnufélög

*Flm. (Hannes Jónsson):

Ég geri það ekki að kappsmáli, hvort málið fer í n., en mér kemur það undarlega fyrir sjónir, þegar fulltrúí úr samvinnuhéraði vill vísa þessu frv. til nefndar, sem lá á því að þarflausu á síðasta þingi. Hv. þm. N.-Þ. getur ekki bent á neitt, sem hafi valdið þeirri töf. Og þó að þessi hv. þm. sé kannske svo gerókunnugur því, sem gerist á samvinnusviðinu, þá þekkja aðrir hv. þm. það svo vel, að þeir þurfa ekki að fá umsögu um það frá neinni n. En hv. þm. vill kannske vísa málinu til n. af því, að hann vill ekki, að málið fái afgreiðslu hér á þingi, en þá kann ég betur við, að það komi fram við síðari umr., hvaða ástæður liggja til þess, svo að maður fái ástæðu til að eiga orðastað við þá hv. þm., sem kynni að vera innanbrjósts eins og þessum hv. þm. En eina leiðin til þess er sú, að frv. sé ekki vísað til n., svo að það verði ekki svæft þar, eins og gert var á síðasta þingi bæði við það og svo mörg önnur mál.

Ég vænti því, að hv. þdm. verði ekki við óskum hv. þm. N.-Þ., að vísa frv. til n., af því að mér skilst, að aðaltilgangurinn hjá honum sé sá, að málið dagi uppi í n. til þess að fríast við umr. um það.